22.04.2012 23:01

Stórsýning Fáks

Stórsýningin Fáks var nú á laugardaginn og kom Barði þar fram með 
knapa sínum honum  Janusi.  Þeir félagar fóru alveg á kostum og komu áhorfendum mikið á óvart
þegar hann Janus lét Barða  leggjast með sig á baki. Já ég held að þetta hafi ekki verið sýnt áður af  1. verðlauna stóðhesti.  Þessi mikli höfðingi er með einstaklega gott geðslag eins og þeir sýndu á 
laugardaginn í Víðidalnum.

Reiðhallasýningin var í alla staði góð og sáum við mikið af frábærum hestum.
Frábært var að sjá fjölskylduatriðin.þ.a.m Mattara systkinin og Didda og fjölskyldu.
Og ég tala nú ekki um "Árbakka fjölskylduna "
 Máttur frá Leirubakka var rúsínan í pylsuendanum á þessari  sýningu og var hann
alveg frábærlega góður hjá Sigga Matt.


Hér er mynd af Barða sem tekin var á Allra Sterkustu sem fram fór í skautasvellinu í byrjun apríl. Hann kom þar fram á stóðhestakynningunni.
08.01.2012 22:21

Dalvar frá Laugarbökkum fótbrotnaði

Við urðum fyrir því mikla óláni að hann Dalvar frá Laugarbökkum fótbrotnaði í gær
og urðum við að láta aflífa hann.  Hann Dalvar var undan henni Dröfn frá Höfða og 
Barða frá Laugarbökkum.  

Dröfn er núna fylfull með honum Barða aftur.
27.11.2011 11:19

Uppskeruhátíð Fáks

Í gærkvöldi var Uppskeruhátíð Fáks og var þetta mikil skemmtun. Fullt var út á dyrum og var maturinn mjög góður.  Veitt voru verlaun fyrir afreksnkapa á árinu og einnig bikar fyrr ræktunarmann Fáks   og kom það í hlut okkar að fá þann heiður að vera ræktunarmenn Fáks taka á móti þessu flotta bikar.
Hann Barði frá Laugarbökkum var hæst dæmda hrossið í aðaleinkun með 8.51 í eigu og ræktaður af Fáksmanni.
Og viljum við óska öllum afreksknöpum einnig til hamingju með árangurinn á árinu.Á mynd.þau hjónin Erla og Kiddi ásamt formanni Fáks Rúnari.Barði og Þorvaldur Árni á LM 2011

06.08.2011 00:51

Kreppa frá Laugarbökkum fyrsta afkvæmi Barða

Fyrsta afkvæmi Barða er nú komið í hús og byrjað að temja.
Hún Kreppa frá Laugarbökkum er undan Tollfríði frá Vindheimum og Barða.
Hún er fædd 2008 og er því einungis 3 vetra.Spennandi verður að sjá hvernig hún þróast.

06.08.2011 00:25

Örvar frá Garðabæ felldur

Í gær var þessi mikli höfðingi felldur. Örvar var 1. verlauna  stóðhestur undan Orra frá þúfu og Gnótt frá  Brautarholti.Hann slasaðist á löpp ungur að aldri og var aldrei útreiðahæfur eftir það og var þetta farið að há honum virkilega í haga.11.07.2011 21:33

Ótitlað

Landsmót afstaðið.

Þá er Landsmótinu lokið og stóð hann Barði sig frábærlega.
 Hann hækkaði sig og er komin í 8.51 í aðaleinkun. 8.66 fyrir hæfileika og þar af
  9 fyrir tölt, hægt tölt, stökk og fegurð í reið. Hann endaði í 6 sæti í flokki 7v stóðhesta. Hann var sýndur frábærlega af honum Þorvaldi Árna.

Barði verður á Laugarbökkum í sumar.
19.05.2011 09:06

Fyrstu folöldin komin

Jæja þá eru fyrstu folöldin komin og
fengum við skjótta meri undan 
Birtu frá Hvolsvelli og Kletti frá Hvammi.
Sævör frá Bakkarkoti kastaði 
skjóttum hesti undan Orra frá þúfu


24.03.2011 23:22

Orri frá Þúfu 25 ára

Barði og Gerður í Ölfushöllinni !!!!!

Barði og Gerður mæta á Orra sýninguna sem fram fer í Ölfushöllinni 
n.k laugardag kl 17:00.

Gaman verður að sjá hverngi til tekst hjá honum Janusi með þau.
Þetta er í fyrsta skipti sem hún Gerður frá Laugarbökkum kemur fram og örugglega ekki
það síðasta. :)


24.02.2011 23:08

Gerður frá Laugarbökkum

Gerður frá Laugarbökkum er undan Lukku frá víðidal og Orra frá þúfu.
Hún er alsystir  Drafnar frá Höfða og Birnu frá Höfða sem eru búnar að 
gera það gott á keppnisbrautinni.
Gerður er 5 vetra og verður spennandi að sjá hvað hún gerir 
á kynbótabrautinni í vor, þar sem ekki var hægt að sýna hana s.l vor
útaf veikinni.  Gerður er að komast í feikna form.mynd. Óðinn Örn.

24.02.2011 22:44

Barði frá Laugarbökkum í góðum gír.

Barði frá Laugarbökkum er að komast í gott form hjá Janusi.
Það verður spennandi að sjá þá félaga á kynbótabrautinni í vor.
Barði er undan Birtu frá Hvolsvelli og Þokka frá Kýrholti.


Mynd. Óðinn Örn

16.09.2010 23:19

Brúnn hestur undan Dröfn og Krák frá Blesastöðum

Dröfn frá Höfða er loksins búin að kasta.
Og kom þetta fallega hestfolald undan
Krák frá Blesastöðum.

31.08.2010 21:46

Vera og Birgitta í 10-11 sæti á Íslandsmóti.

Vera frá Laugarbökkum og Birgitta Dröfn fóru á  Íslandsmótið sem haldið var síðustu helgi í Sörla og kepptu í Tölti. Þær fengu sína hæstu einkun í töltkeppni til þessa.
Þær riðu í 7,47 í forkeppni og
komust þar af leiðandi í B-úrslit .
Og enduðu síðan í 10-11 sæti í B- úrslitunum.
01.07.2010 21:46

Barði hækkar

Barði frá Laugarbökkum fór í sýningu í Víðidalnum í gær og
hækkaði fyrir hæfileika í 8.32 og er þá komin í 8.29 í aðaleinkun.Barði var í 2 sæti  6 vetra stóðhesta í Víðidalnum í dag.
Knapi; Janus Eiríksson

22.06.2010 21:15

Brún hryssa undan Birtu og Hvin frá Hvoli

Þá er Birta búin að kasta og gaf hún okkur þessa
gullfallegu meri sem er undan Hvin frá Hvoli.22.06.2010 09:57

Barði frá Laugarbökkum

Barði er undan Birtu fra Hvolsvelli
og Þokka frá Kýrholti.
Og var hann sýndur á hellu í júní og hlaut hann 8.24 fyrir byggingu
 og 8.21 fyrir hæfileika m.a 9 fyrir tölt. Aðaleinkun 8.22

Barði verður til afnota á Laugarbökkum í sumar.Flettingar í dag: 171
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 2822
Gestir í gær: 159
Samtals flettingar: 406245
Samtals gestir: 46677
Tölur uppfærðar: 22.6.2024 19:54:46