22.04.2012 23:01

Stórsýning Fáks

Stórsýningin Fáks var nú á laugardaginn og kom Barði þar fram með 
knapa sínum honum  Janusi.  Þeir félagar fóru alveg á kostum og komu áhorfendum mikið á óvart
þegar hann Janus lét Barða  leggjast með sig á baki. Já ég held að þetta hafi ekki verið sýnt áður af  1. verðlauna stóðhesti.  Þessi mikli höfðingi er með einstaklega gott geðslag eins og þeir sýndu á 
laugardaginn í Víðidalnum.

Reiðhallasýningin var í alla staði góð og sáum við mikið af frábærum hestum.
Frábært var að sjá fjölskylduatriðin.þ.a.m Mattara systkinin og Didda og fjölskyldu.
Og ég tala nú ekki um "Árbakka fjölskylduna "
 Máttur frá Leirubakka var rúsínan í pylsuendanum á þessari  sýningu og var hann
alveg frábærlega góður hjá Sigga Matt.


Hér er mynd af Barða sem tekin var á Allra Sterkustu sem fram fór í skautasvellinu í byrjun apríl. Hann kom þar fram á stóðhestakynningunni.




Flettingar í dag: 88
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 476
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 336268
Samtals gestir: 39011
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 01:56:10